KEEN Galleo Men's

KEEN Galleo Men's

Description

Keen Galleo herra gönguskórnir eru þægilegir jafnt á stuttum sem löngum göngum og veita góðan stuðning. Dempun í hæl minnkar álagið á fæturna og stýfing í sóla eykur stöðugleikann auk þess sem að hælbandið hjálpar þér að stilla skóna á þig eftir þínum þörfum. KEEN.Dry vatnshelda filman sér til þess að þú blotnir ekki í fæturna þó það geri smá skúr. Galleo skórnir eru búnir til í Evrópu úr efnum víðsvegar að úr heiminum.

  • Efri partur úr Nubuck leðri
  • Fóðraðir að innan með möskvaefni
  • PU miðsóli
  • Gúmmísóli úr tvöföldu efni
  • Stýfing í sóla sem veitir aukinn stöðugleika
  • Hælband, veitir aukinn stöðugleika
  • Dempun í hæl minnkar álag á fæturna
  • KEEN.Dry vatnsheld filma sem að andar
  • Málmaugu fyrir reimarnar
  • Metatomical EVA innlegg, sérstaklega hannað til að mótast eftir fætinum og veita góðan stuðning

Þyngd á einum skó: 633 gr. (í stærð 42)
Stærðir: (heil og hálf númer) 41-46

Verð: 26.990,-

Umhirða:
Notið rakan, mjúkan svamp eða tusku til að bursta af laus óhreinindi. Bletti má reyna að fjarlægja með gúmmí strokleðri, strjúkið laust yfir blettinn með hringlaga hreyfingum og burstið svo létt yfir. Á erfiðari bletti er hægt að prufa að nota tusku með blöndu af vatni og smá ediki en það ferli gæti valdið litabreytingum á svæðinu.
Ekki gleyma að þrífa skóna reglulega með leðurhreinsi og bera á þá áburð.